SCT tölvur, bílaforritun, Led perur, Led Bar, Led vinnuljós, varahlutir, aukahlutir, bílar og vinnuvélar,

Skagabraut ehf.

Spurt og svarað

Athugið að öll verð eru án sendingarkostnaðar!


Hver stendur á bakvið jeppadella.is og sct.is?

Skagabraut ehf. Kt.:590303-3210

Skagabraut ehf. á 20 ára afmæli í mars 2023. 

Síðastliðin 30 ár hafa eigendur Skagabrautar m.a. þjónustað íslensk ferðaþjónustu fyrirtæki, rekið bílaflota, verkstæði og boðið ýmsa aðra þjónustu, m.a. innfluting á vara- og aukahlutum í bíla. 

Skagabraut ehf er lítið og traust fyrirtæki í eigin húsnæði.


E
ruð þið ekki með verslun þar sem ég get skoðað þær vörur sem þið bjóðið uppá?

Við viljum auðvitað að áhugasamir hafi kost á að skoða vörurnar okkar - og í flestum tilvikum er það auðsótt mál.  Við erum hins vegar ekki með hefbunda verslun með föstum opnunartíma og því er best að hafa samband við okkur til að finna tíma sem hentar. Netverslunin er hinsvegar alltaf opin.  Með þessu móti getum við boðið mun hagstæðari verð en ella. 

 

Hvernig versla ég hjá ykkur og hvernig er best að greiða?

Til dæmis má skrá sig sem viðskiptavin og það má gera annaðhvort handvirkt eða nota facebook.

Þeir sem vilja alls ekki skrá sig, geta sent okkur pöntun í tölvupósti: johann@sct.is

Við sendum skráðum viðskiptavinum ekki óþarfa tölvupóst.

 

Hvernig er greitt fyrir vörur.

1) Netgíró. 

2) VISA/EURO (símgreiðsla)

Þeir sem vilja greiða með korti þurfa að hafa samband og við göngum frá símgreiðslu.

3) Paypal

4) Millifæra á reikning okkar:

Banki 303-26-59030

Kennitala: 590303-3210

 

Best er að ganga frá pöntun á netinu - ef ekki er valið að greiða með Paypal, Netgríró eða Kredit korti þá er síðasta skrefið í innkaupaferlinu á vefverslun okkar:


"Greiða núna" Þetta er einfaldlega það sama og að senda okkur pöntun í tölvupósti.
Eftirfarandi skilaboð birtast eftir að smellt hefur verið á "GREIÐA NÚNA":

 

"Vinsamlega athugaðu netpóstinn þinn, en tilboð hefur verið sent þangað.

Pöntun þín hefur verið móttekin.

Vinsamlegast hafið samband til að greiða með korti, einnig má millifæra á reikning okkar:

Vörur verða sendar um leið og greiðsla hefur borist."

Vinsamlegast athugið að öll verð eru án sendingarkostnaðar!

 

Spurningar um Auxbeam:


1) Af hverju eru vörur frá Auxbeam svona ódýrar?

"AuxBeam, owned by Teammade (EIN:47-5347624), is one of the leading manufacturers and suppliers of vehicle LED lights and vehicle accessories. It focuses on providing cheap but fine products which have won certificates of CE & ECE & RoHS. Over the last few years, AuxBeam has achieved a leading market position on account of its frequently updated products, high standards of manufacturing and great customer services."

Við kaupum Auxbeam beint frá framleiðanda.  

Við höfum litla yfirbyggingu og takmarkaðann lager.  Við erum ekki með fastan opnunartíma og spörum þar með launakostnað.  Innkaup gerum við eins hagstæð og hægt er hverju sinni, álagning er lág og við látum verð fylgja gengi og innkaupsverði eins og kostur er.

2) Eru gæði Auxbeam lakari en frá þeim framleiðendum sem eru með hærri verð?

Satt best að segja er ekki komin mikil reynsla á Auxbeam.  Margir erlendir aðilar hafa gert hin ýmsu próf á vörunum og samkvæmt þeim prófunum virðist Auxbeam vera að standa sig vel.  Umfjöllun og prófanir má m.a. sjá á Youtube.  Áður en við tókum ákvörðun um að bjóða Auxbeam á almennum markaði gerðum við okkar eigin prófanir og hingað til hafa vörur þeirra reynst okkur vel.  Við gerum okkur þó grein fyrir því að verð og gæði haldast oftast í hendur og vonum að viðskipta vinir okkar átti sig einnig á því og geri ekki óraunhæfar kröfur.

3) Af hverju ætti maður að versla við ykkur?

Öllum okkar vörum fylgir reikningur og 2ja ára ábyrgð (skv. íslenskum neytendalögum) í stað 1 árs ef verslað er af erlendum síðum á netinu.  Ef upp kemur galli þarf að hafa samband við okkur innan tveggja ára frá kaupdegi þá skiptum við vörunni út með sömu vöru eða sambærilegri.

Hugsanlega er hægt að spara einhverjar krónur með því að versla á erlendum síðum á netinu.  Við vitum þó um fjölmörg dæmi þar sem fólk hefur þurft að greiða mun meira en það átti von á.  Sumir seljendur rukka hlutfallslega háan sendingarkostnað og svo bætast við umsýlsu gjöld, tollskýrslugerð og virðisaukaskattur. 

Nýlegt dæmi (feb. 2018).  Varahlutur keyptur á netinu á $115=kr. 12075.  Heildaverð hingað komið með sendingarkostnaði sem var $15, umsýslugjaldi tollmiðlunar og vsk. endaði í rúmum 18þús.  Hluturinn sem sendur var passaði ekki og þurfti kaupandi að endursenda varahlutinn og kaupa nýjann en sat uppi með allan kostnað þannig að þegar upp var staðið kostaði varahluturinn meira en nýr úr umboði.

4) Passa LED aðalljósaperur í alla bíla.

Í flestum tilvikum er ekki flóknara að setja LED perur í aðaljós heldur en einfaldlega að skipta um perur.  Í sumum tilvikum þarf að skipta um festingar fyrir perurnar (Headlight Adapter Holder) og við eigum þessar festingar (klemmur)  fyrir flestar tegundir bifreiða.  Við bjóðum festingar með seldum perum á kostnaðarverði.

Þeir bílar sem gætu þurft aðrar festingar eru aðallega bílar sem nota H7 og H1.

ATH - Bílar með H7 eru með 1 geisla í peru, þ.e. það er sitthvor peran fyrir lága geislan og háa geislan samtals 4 perur.  Það þarf ekki að skipta um allar 4.  Til dæmis hefur okkur þótt koma vel út að setja bara LED í lága geislan.  Auðvitað er ekkert sem mælir gegn því að setja 4 LED í bílinn ef menn vilja.

Nokkur dæmi um bíla sem mælt er með að skipt sé um festingar.

Vörunúmer (tegund peru) Bíltegund. 

KP-101  (H7)  BMW: 5 Series (E60 / E61), X5 , Audi: A3, A4L, A6L, Mercedes-Benz: E-class, ML class, C-class, VW: MK6 Jetta, Magotan, Bora, Buick: Regal, LaCrosse, Excelle, Hideo, NISSAN: QASHQAI, X-Trail

KP-102  (H7) Mercedes-Benz: B-class, C-Class, ML class, C-class; CHERY, Riich G5; Pentium B50 B70; Ford EDGE.

KP-103  (H7) Ford Mondeo(High beam), Peugeot 508/2008(High beam), Citron C5(Low beam), Elysee, DS  DS5, DS6

KP-104 (H7) Ford Focus

KP-106 (H7) Hyundai, Lamando, New Touran, Skoda Octavia, Sontana, Nissan Qashqai, Kia K3, K4,K5, Sorento, Gerui, Veloster

KP-107  (H7) HYUNDAI ELANTRA, MISTRA, AZERA, NEW CAREN.

KP-108  (H7) WV  POLO, NEW GRAN LAVIDA, LAMANDO, NEW TOURAN, NEW TIGUAN, MANJAZ, SKODA OCTAVIA. 

KP-109  (H7) VW Volkswagen GOLF 6/ Multivan/ Touran/ Sharan/ Scirocco

KP-110 Honda Odyssey, 05-06 CRV, 97-01 Prelude & 05-09 Acura RSX and possibly other cars as well.

KP-111  (H7) Mazda 3; Mitsubishi Outlander, Lionvel; Geely global Eagle; Geely Vision; Soueast Motor

KP-113  (H7) VW  Lamando, Lavida

KP-115  (H1) Halogen upgrade to LED Ford Focus, Ford Fiesta, Ford Mondeo 



Spurningar um SCT device.

Hvað er SCT - Tuner, monitor, code fault reader . . . . . . eða bara tölva?

SCT er í raun lítil tölva sem tengist OBD-II tengi bílsins. Tölvuna má nota til að fylgjast með ýmsum gildum í rauntíma auk þess er má endurforrita bílinn á þann hátt sem hentar hverjum og einum.  

Algengt er að bílar séu endurforritaðir með það í huga að auka afl og minnka eldsneytisnotkun. 

Tækið geymir upplýsingar og "orginal" stillingar bílsins og því er einfallt að færa bílinn aftur í upprunalegt form.

 SCT gerir ýmislegt fleira og getur t.d. lesið og hreinsað bilunarkóða (DTC) og fylgst með fjöldamörgum gildum sem bíleigendur hafa yfirleitt ekki hugmynd um s.s. vatns- og olíuhita, hita á sjálfskiptingu, hleðslu, Turbo-Boost ofl. ofl.  Flestir sem setja SCT í bílinn sinn eru þó sennilega að sækjast eftir afl-aukningu og eldsneytissparnaði.  

Tækin koma flest með fyrirfram forrituðum stillingum eða svokölluðum tune-skrám.  Yfirleitt má velja um a.m.k. 3 stillingar, eða tune-skrár og sum tæki geyma allt að 10 skrár í minni.  

Dæmi um stillingar eru "TOW" eða hámarks togkraftur fyrir bíla með eftirvagna og "PERFORMANCE" sem hámarkar hestöfl.  Markmiðið með TOW stillingu er að minnka álag á mótor og skiptinu t.d. með því að lækka EGT eða afgashita sem getur verið mjög skaðlegur fyrir vélar.

 

SCT er með tölvur fyrir flesta ameríska bensín og diesel bíla s.s. Cadillac, Chevy, Chrysler, Dodge, Ford, GMC, Jeep, Lincon, Mercury, auk þess að bjóða upp á tölvur fyrir Nissan og Toyota ameríku týpur með bensín vélum.


Skagabraut ehf. hefur verið umboðsaðili SCT á Íslandi frá árinu 2010 og fær allar vörur beint frá framleiðanda.

Vörukarfa
0 vörur

Samtals: 0 ISK